Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund

Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund sinn í sal Skálarhlíðar sunnudaginn 29. nóvember. Á

Fréttir

Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund

Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund sinn í sal Skálarhlíðar sunnudaginn 29. nóvember. Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf, spiluð félagsvist og boðið upp á gómsætar kaffiveitingar.
Félagsmenn í Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar eru 113 og þar af eru 3 karlmenn skráðir  félagsmenn, en það eru Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Jóhannesson og Andrés Magnússon.

Félagið sér um sölu fermingarskeyta, minningarkorta og heldur stórbingó einu sinni á ári. Allur ágóði rennur til tækjakaupa á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Núverandi formaður er Sólrún Júlíusdóttir en á síðasta ári tók hún við af frænku sinni Magaðlenu S. Hallsdóttur sem sinnti starfi formanns í 28 ár.

Stjórnin. Á myndina vantar Þóru B. Jónsdóttur, varagjaldkera.



Fyrrverandi formaður og núverandi formaður.



Hver veit nema þessi unga snót verði formaður eins og móðir hennar.




Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst