Mótmæli gegn uppsögn Andrésar Magnússonar
Hópur Siglfirðinga hefur ákveðið að safna mótmælum meðal bæjarbúa vegna þessa máls og verður gengið í öll hús í bænum í kvöld í þeim tilgangi.
Jafnfamt verður hægt að skrá sig á siglo.is síðar í dag og á bensínstöðinni á Siglufirði. Siglo.is ætlar með þessu að verða við óskum bæjarbúa um aðgerðir og hér er tengill á vefsíðunna til að mótmæla. Skrá þarf nafn, heimilisfang og kennitölu og við biðjum allt það góða fólk sem nú þegar hefur skráð sig á Facebook- síðuna að setja líka nafn sitt á þennan lista sem verður afhentur heilbrigðisráðherra þegar hann kemur hingað í næstu viku.
Jón Dýrfjörð hefur tekið að sér að vera talsmaður þess hóps sem safnar mótmælunum. Sími hans er 893 2410 og 869 1264.
Athugasemdir