Mótmæli gegn uppsögn Andrésar Magnússonar

Mótmæli gegn uppsögn Andrésar Magnússonar Gríðarleg viðbrögð voru við frétt siglo.is í gærkvöldi um uppsögn Andrésar Magnússonar yfirlæknis á Siglufirði

Fréttir

Mótmæli gegn uppsögn Andrésar Magnússonar

Gríðarleg viðbrögð voru við frétt siglo.is í gærkvöldi um uppsögn Andrésar Magnússonar yfirlæknis á Siglufirði og ráðningum nýrra yfirmanna í Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar. Helstu fréttamiðlar landsins birtu fréttina strax og stofnaður var Facebook-hópur til að mótmæla þessum gjörningi og höfðu 200 manns höfðu skráð sig í þann hóp upp úr kl. 11 í morgun.

 

Hópur Siglfirðinga hefur ákveðið að safna mótmælum meðal bæjarbúa vegna þessa máls og verður gengið í öll hús í bænum í kvöld í þeim tilgangi.
Jafnfamt verður hægt að skrá sig á siglo.is síðar í dag og á bensínstöðinni á Siglufirði. Siglo.is ætlar með þessu að verða við óskum bæjarbúa um aðgerðir og hér er tengill á vefsíðunna til að mótmæla. Skrá þarf nafn, heimilisfang og kennitölu og við biðjum allt það góða fólk sem nú þegar hefur skráð sig á Facebook- síðuna að setja líka nafn sitt á þennan lista sem verður afhentur heilbrigðisráðherra þegar hann kemur hingað í næstu viku.

Jón Dýrfjörð hefur tekið að sér að vera talsmaður þess hóps sem safnar mótmælunum. Sími hans er 893 2410 og 869 1264.


Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst