20 íbúðarhús á Siglufirði skemmd?
Óttast er að um 20 íbúðarhús á Siglufirði séu ýmist skemmd eða ónýt vegna byggingar
snjóflóðavarnagarða fyrir ofan bæinn.
Fimm manna fjölskylda treystir sér ekki til að búa lengur á heimili sínu vegna skemmda á holræsislögnum.Samkvæmt upplýsingum frá bæjartæknifræðingi Fjallabyggðar hefur sveitarfélagið látið gera mat á skemmdum á húsunum; samkvæmt því leikur enginn vafi á því að skemmdir á sumum húsanna megi rekja til varnagarðanna, ekki sé hins vegar víst hvort að það sama eigi við um önnur. Húsin hafa annars vegar skemmst vegna vatnsflaums og hins vegar vegna þurrka í jarðvegi.
Sveitarfélagið Fjallabyggð á snjóflóðavarnagarðana en ofanflóðasjóður hins vegar byggði þá. Baldvin Ingimarsson, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í einu umræddra húsa, segir að gólfplatan hafi mest sigið um 10 sentímetra heima hjá honum, þar að auki hafi holræsalagnir skemmst.Heimild:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item234904/
Athugasemdir