Gistihúsið Hvanneyri Aðalgötu 10.
sksiglo.is | Almennt | 20.04.2011 | 14:05 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 493 | Athugasemdir ( )
Miklar breytingar hafa
verið gerðar á Hvanneyri síðustu 2 ár. Byrjað var á að taka 1.hæðina í
gegn og bætt var við 2 salernum og 2 sturtum og í þeim breytingum var
hugsað um aðstöðu fyrir fatlaða.
Flísalagt var upp á nýtt og aðalinngangur húsins fluttur frá
Vetrarbrautinni yfir á Aðalgötu. Nýtt og breytt aðgengi fyrir gesti og
gangandi var nauðsynlegt þar sem engin mótttaka var til staðar
Vetrarbrautar-megin, en fínasta
mótttaka er komin upp Aðalgötu-megin.
4 hæðin var tekin í gegn í vetur og bætt var við baðherbergjum í 2 herbergjum. Einnig var sett upp 2 salerni og 2 sturtur.
Árið 2007 var farið í að breyta 2.hæðinni þannig að ágætlega stór matsalur er út frá eldhúsinu og þar við hliðina var sett upp setustofa eða koníakstofan eins og hún er kölluð. Þar áður var bara dýnugeymsla.
Árið 2007 var farið í að breyta 2.hæðinni þannig að ágætlega stór matsalur er út frá eldhúsinu og þar við hliðina var sett upp setustofa eða koníakstofan eins og hún er kölluð. Þar áður var bara dýnugeymsla.
Svo hefur verið skipt um gólfefni hér og þar á tímanum 2007-2011. Alltaf virðist vera hægt að breyta og bæta.
Gistiheimilið býður upp á 23. herbergi, þar af 2 fjagramanna, og 2 þriggjamanna. Önnur herbergi eru tveggjamanna.

Birgitta í móttöku

Borðsalur

Svítan

Svítan





Boðið upp á marga möguleika í gistingu.

Í móttöku.


Koníakstofan.

Setustofa

Þórður Andersen og Birgitta Pálsdóttir, eigendur Gistihússins
Gistiheimilið býður upp á 23. herbergi, þar af 2 fjagramanna, og 2 þriggjamanna. Önnur herbergi eru tveggjamanna.
Birgitta í móttöku
Borðsalur
Svítan
Svítan
Boðið upp á marga möguleika í gistingu.
Í móttöku.
Koníakstofan.
Setustofa
Þórður Andersen og Birgitta Pálsdóttir, eigendur Gistihússins
Athugasemdir