Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar

Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar Í tilefni af 140 ára afmæli Sparisjóðs Siglufjarðar var ákveðið að í októbermánuði yrði Grunnskóla Fjallabyggðar færð

Fréttir

Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar

Innsent efni.

 

Í tilefni af 140 ára afmæli Sparisjóðs Siglufjarðar var ákveðið að í októbermánuði yrði Grunnskóla Fjallabyggðar færð gjöf, haft var samband við skólastjórnendur og óskað eftir tillögum.

 

 Úr varð að keyptar voru 2 Ipad mini spjaldtölvur sem nota á til sérkennslu í skólanum.  Í dag kom skólastjóri í sparisjóðinn og veitti gjöfinni viðtöku. Það er von Sparisjóðsins að gjöf þessi nýtist vel. 

 

Formaður afmælisnefndar Sparisjóðsins Guðlaug Dagný Guðmundsdóttir og Ólafur Jónsson Sparisjóðsstjóri afhentu Jónínu Magnúsdóttir Skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar spjaldtölvurnar.

 

Á mynd sem fylgir þessari frétt eru frá vinstri. Guðlaug Dagný Guðmundsdóttir, Jónína Magnúsdóttir Skólastjóri og Ólafur Jónsson Sparisjóðsstjóri.

 

Mynd tók Gunnlaugur Guðleifsson.

 


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst