Gjörningarnir góðu

Gjörningarnir góðu Í síðustu viku voru nemar úr fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri með listagjörning víðsvegar um

Fréttir

Gjörningarnir góðu

Í síðustu viku voru nemar úr fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri með listagjörning

víðsvegar um Fjallabyggð.

Listagjörningurinn vakti athygli og ég var oft spurður að því hvort ég hefði
séð þetta sem þau voru að gera. Sitt sýndist hverjum og sumir furðuðu sig á
því hvernig atriðin voru. En líklega er þetta akkúrat það sem
listagjörningar eiga að gera. Vekja upp spurningar og hugsanlega veita svör.


Ég allavega man hvar ég var þegar ég sá 2 stúlkur sem stóðu í svörtum kössum
og dönsuðu á torginu. Ég man að ég var að fara í Samkaup að versla, reyndar
man ég að ég keypti brauð og danska skinku í dós. Ég man hvar ég var og
næstum því hvað klukkan sló þegar ég sá dreng snoðklippa stúlku upp á steini
beint fyrir utan Snyrtistofu Hönnu Siggu og Videóval. Þetta var mjög
sérstakt en samt eitthvað svo öðruvísi og skemmtilegt. Fyrir mitt leyti
braut þetta upp hversdagslega göngutúrinn sem maður er vanur þegar maður 
gengur næstum því hugsunar- og tilbreytingalaust í gegn um bæinn eftir vinnu klukkan 17:27.  
Maður verður steinhissa ef maður mætir einhverjum á gangi "svona seint að kvöldi"
og enn meira hissa þegar maður sér einhvern dansa á torginu.

Svona hugsanlega eiga listagjörningar að virka á mann og svo auðvitað fær
þetta mann til að hugsa hverjar pælingarnar á bak við listagjörningana eru
þó svo að maður skiljið þá ekki alltaf en þetta vekur þig til umhugsunar.
Umhugsunar um allt og ekkert og jafnvel allt þar á milli.

Væri bara ekki ágætt að sýna smá umburðarlyndi í sambandi við það sem 
svona listahópar eins og þessir sem voru hjá okkur um daginn eru að gera.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá fá þeir okkur til þess að hugsa og brjóta upp
normið sem mér persónulega finnst ekki veita af annað slagið hér í bæ.

gjörningar

gjörningar

gjörningar

gjörningar

gjörningar


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst