Glæsileg andlitslyfting á Genís
sksiglo.is | Almennt | 15.08.2013 | 06:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1658 | Athugasemdir ( )
Tilvonandi húsnæði Genís sem nú hýsir Siglufjarðar Seig er að taka á sig mynd en í síðustu viku var það málað ljóst. Er nú unnið að því að setja stóra útskorna tréhlemma á húsið sem gera það að glæsilegri byggingu.
Hlemmarnir eru engin smá smíði en hver um sig er um tíu fermetrar og þurfti marga öfluga karlmen til að koma þeim fyrsta á staðinn. Helgi Ingimars mætti síðan á svæðið með lyftarann til að staðsetja hlemminn á húsið en tíu þeirra eiga eftir að koma til viðbótar ásamt því að ganga frá sökkli hússins.
Athugasemdir