Glæsileg sýning í uppsetningu
Ég kikkaði á listamennina við uppsetningu á stórglæsilegri myndlistasýningu sem hefst í bláa húsinu við hliðina á gula húsinu á móti því rauða í dag klukkan 14:00.
Sýningin verður í dag, laugardaginn 13. April frá klukkan 14-18. Þar ætla nemendur á 3ja þrepi í myndlistabraut að sýna verkin sín. Þetta verður án efa virkilega flott sýning og alls konar myndir flæðandi þarna upp um alla veggi.
Listanemarnir sem sýna heita.
Sandra Finnsdóttir.
Atli Tómasson.
Sunna Björg Valsdóttir.
Hrönn Helgadóttir
Aldís Gísladóttir.
Vonandi láta sem flestir sjá sig.
Hér eru svo nokkra myndir sem ég tók á meðan það var verið að fínstilla og stilla.
Myndir og texti: Hrólfur Baldurs.
Gísli Kristinsson húsvörður, ljósmyndari og alt múligt maður menntaskólans á Tröllaskaga.
Sunna Björg Valsdóttir. Og Bergþór Morthens og Gísli Kristins að stilla af.
Límbyssa þetta bara.
Hrönn Helgadóttir og Sandra Finnsdóttir.
Sandra Finnsdóttir var nýbúin að segja þeim að halda áfram.
Þarna er allt á fullu. Takið eftir Atla Tómassyni. Hann er þessi blörraði. Ég tók örugglega 300 hundruð myndir þarna inni
og hann var að hreyfa sig á öllum myndunum sem ég tók af honum. Þið verðið bara að fara og sjá hann þarna á morgun
ef þið viljið sjá skýrari mynd að honum.
Uppstyllingarpælingar.
Sunna og Hrönn.
Bergþór, Gísli, og Hrönn.
Sunna og Sandra.
Bergþór að spöggulera.
Athugasemdir