Glæsilegar breytingar

Glæsilegar breytingar Á undanförnum mánuðum hefur Hafnargata 20, Siglufirði,  tekið miklum breytingum og er orðið hið glæsilegasta hús.Eigendur hússins

Fréttir

Glæsilegar breytingar

Hafnargata 20
Hafnargata 20
Á undanförnum mánuðum hefur Hafnargata 20, Siglufirði,  tekið miklum breytingum og er orðið hið glæsilegasta hús.

Eigendur hússins eru þau Sævar Guðjónsson og Sigurlaug Guðbrandsdóttir, og að sögn Sævars er ekki allt búið enn, því eftir er að breyta kjallara og einnig eiga eftir að koma svalir á suðurhlið hússins.

Gaman er að sjá gömlu húsin gerð upp því alltof mörg falleg gömul hús í bænum hafa verið rifin eða hreinlega kveikt í þeim og er það mjög sorglegt því mörg hver hefðu orðið jafn glæsileg og Hafnargata 20, ef þau hefðu fengið að standa og gerð upp. Það hefði til dæmis verið skemmtilegt að sjá m.a.  Einco Tjarnargötu 8, gamla bæjarfógetahúsið við Hvanneyrarbraut, gamla Hertevig bakaríð sem stóð við Vetrarbraut ( þar sem æskulýðsheimilið var í mörg ár) og mörg fleiri, og tala nú ekki um Blöndalshúsið, ef það yrði endurbyggt, fá upplyftingu og væru þá örugglega bænum núna til mikillar prýði. En sem betur fer hefur þetta breyst á undanförnum árum og má sjá fullt af nýuppgerðum húsum víðsvegar um bæinn og er það vel.

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst