Glćsilegt gengi á UFA mótinu á sunnudaginn

Glćsilegt gengi á UFA mótinu á sunnudaginn Ţađ gekk mjög vel hjá keppendum okkar á UFA mótinu sem fór fram í Boganum á Akureyri 15. apríl. 9 krakkar

Fréttir

Glćsilegt gengi á UFA mótinu á sunnudaginn

Drengirnir kampakátir eftir magnađ bođhlaup
Drengirnir kampakátir eftir magnađ bođhlaup
Ţađ gekk mjög vel hjá keppendum okkar á UFA mótinu sem fór fram í Boganum á Akureyri 15. apríl. 9 krakkar tóku ţátt frá Glóa, en alls voru um 120 keppendur skráđir til leiks í frjálsíţróttakeppninni.

Okkar fólk varđ í verđlaunasćtum í 21 grein af 50 sem ţađ tók ţátt í og margir bćttu afrek sín verulega. 12 siglfirsk aldursflokkamet féllu og 1 félagsmet var sett en ţađ var í 4 x 200 metra bođhlaupi, en ţar áttu drengirnir í 12-13 ára flokknum frábćrt hlaup og báru sigurorđ af Skagfirđingum međ nokkrum yfirburđum.

Björgvin Dađi Sigurbergsson var í svakalegu formi, keppti í 8 greinum og vann ţćr allar, flestar međ töluverđum yfirburđum. Hann setti 4 siglfirsk aldursflokkamet í flokki 13-14 ára og er međal 5 efstu á landinu í sínum aldursflokki í flestum ţeim greinum sem hann keppti í. Vakti hann mikla athygli á mótinu fyrir frammistöđuna.

Patrekur Ţórarinsson var í fínu formi líka og setti 3 siglfirsk aldursflokkamet í flokki 15-16 ára. Hann sigrađi í hástökki, varđ annar í 600 metra hlaupi og ţriđji í kúlu og 60 metra grindahlaupi.

Hjörvar Már Ađalsteinsson varđ í ţriđja sćti í 5 greinum af ţeim 8 sem hann keppti í og setti 1 siglfirskt aldursflokkamet í flokki 11-12 ára. Hann er á yngra ári í sínum flokki og árangur hans ţví mjög góđur.

Atli Örn Sćvarsson og Guđmundur Árni Andrésson kepptu báđir í nokkrum greinum í flokki 12-13 ára og stóđu sig mjög vel, bćttu afrek sín í nokkrum ţessara greina og áttu mjög góđa spretti í bođhlaupinu. Atli náđi best fimmta sćti í 60 metra hlaupi og Guđmundur best fjórđa sćti í 600 metra hlaupi.

Elín Helga Ţórarinsdóttir keppti í fjórum greinum og stóđ sig mjög vel. Hún er á yngra ári í sínum flokki og náđi best 3. sćti í skutlukasti og 4. sćti í 60 metra grindahlaupi.

Joachim Birgir Andersen var ađ keppa á sínu fyrsta stóra móti og stóđ sig virkilega vel. Hann er á yngra ári í flokki 10-11 ára en blandađi sér samt sem áđur í toppbaráttuna í nokkrum greinum. Hann náđi best 2. sćti í hástökki ţar sem hann kom mjög á óvart og vippađi sér yfir 1.10 metra. Joachim á nú siglfirskt aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi hjá 10 ára og yngri, hann er sá fyrsti sem hefur hlaupiđ ţá vegalengd í ţeim aldursflokki.

Unnur Hrefna Elínardóttir var einnig ađ keppa á sínu fyrsta stóra móti og var frammistađa hennar til fyrirmyndar. Hún keppti í sex greinum og gerđi sér lítiđ fyrir og náđi 2. sćti í hástökki og einnig gekk henni mjög vel í 60 metra grindahlaupi ţar sem hún varđ í 4. sćti. Hún á nú tvö siglfirsk aldursflokkamet ţví hún var sú fyrsta til ađ keppa í ţeim greinum hjá 10 ára og yngri. 

Sigurjón Sigtryggsson er síđastur en ekki sístur í ţessari upptalningu. Hann stóđ sig mjög vel ađ vanda, keppti í ţremur greinum og sigrađi í einni ţeirra; 600 metra hlaupi ţar sem hann skeiđađi af miklu öryggi lang fyrstur í mark.


Keppendur Glóa, nema Guđmundur sem var upptekinn í fótbolta međan myndataka fór fram!

Texti og myndir: Ţórarinn Hannesson

Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst