Frjálsíþróttafólk á ferð og flugi
Það hefur verið mikið um að vera hjá frjáls-íþróttaiðkendum Umf Glóa undanfarnar vikur. Þann 16. ágúst var 1. Kastmót haustsins hér heima og daginn eftir var farið upp á Krók þar sem sjö Siglfirðingar spreyttu sig í keppni með iðkendum UMSS, var það skemmtilegt mót.
Í þessari viku voru svo farnar tvær ferðir á Akureyri þar sem fram fór Aldursflokkamót UMSE og mættu okkar iðkendur þar Eyfirsku íþróttafólki í mjög skemmtilegri keppni í blíðskaparveðri.
Á því móti var keppt til verðlauna og unnu Siglfirðingar til 10 verðlauna í þeim tæplega 30 greinum sem þeir tóku þátt í. Var árangurinn áberandi bestur í kastgreinum enda eru það greinarnar sem helst er hægt að æfa miðað við aðstöðuna hér.
Allir iðkendur hafa verið að bæta afrek sín á þessum mótum og 8 siglfirsk aldursflokkamet voru bætt. Nánari fréttir má sjá á vefsíðu Glóa www.umfgloi.123.is

Patrekur Þórarinsson, lengst til hægri, vann til þriggja bronsverðlauna í flokki 14 – 15 ára
Guðbrandur Elí Skarphéðinsson, til vinstri, varð 2. í kúluvarpi og Hjörvar Már Aðalsteinsson, til hægri, varð þriðji og hann náði auk þess silfrinu í boltakasti í flokki 10-11 ára stráka
Elín Helga Þórarinsdóttir, lengst til hægri,sigraði í boltakasti hjá stúlkum 10-11 ára og varð þriðja í kúluvarpi
Texti og myndir: Þórarinn Hannesson
Athugasemdir