Glundroði hjá Ástþóri Árnasyni
sksiglo.is | Almennt | 04.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 718 | Athugasemdir ( )
Ástþór Árnason
ætlar að halda myndlistarsýningu í Bláa húsinu á Rauðkutorgi laugardaginn 5.október, húsið verður opið frá
12:00-18:00
Glundroði er nafnið á
sýningunni og er það vel við hæfi þar sem að listamaðurinn er að tjá óreiði eða ringulreið.

Ástþór er búinn
að vera að vinna í þessari sýningu í nokkra mánuði og er stíll verkanna blanda af abstrakt og pop-art.
Ástþór fékk nokkur
dagblöð upp í hendurnar frá árinu 1922 og fannst honum tilvalið að gera eitthvað úr því og nota það á sýningunni
og upp kom blek portrait teikningar af þekktum Íslendingum frá þessu ári.
Ástþór er nýlega
útskrifaður af listnámsbraut úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur hann alltaf unnið meira af verkum í raunsæi stíl og með
olíu litum en á þessari sýningu verða engin verk í þeim dúr þar sem hann fór alveg út fyrir þægindahring sinn til
þess að láta reyna á sig sem listamann og skapa eitthvað einstakt og nýtt.

Athugasemdir