Reiðskemma rís í Ólafsfirði
sksiglo.is | Almennt | 20.07.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 506 | Athugasemdir ( )
Hestamenn í hestamanna-félaginu Gnýfara í Ólafsfirði koma sterkir til baka eftir að hafa þurft að yfirgefa hesthús sín haustið 2006 þegar framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hófust.
Í fjögur ár stóðu hesthús þeirra auð en hesthúsahverfi þeirra er ekki nema í 200 metra fjarlægð frá gangnamunanum. 17 hestamenn með 83 hross urðu að yfirgefa hesthús sín og hætta hestamennsku eða a.m.k færa sig um set í þennan tíma. Haustið 2010 fengu þeir leyfi til að snúa til baka og hægt og bítandi síðan þá hefur hestamennskan verið að eflast að nýju.
Gnýfari stóð fyrir ísmóti á Ólafsfjarðavatni í febrúar 2011 og í febrúar 2012 og er ákveðið að um árlegan viðburð verði að ræða. Nú er svo komið að hafnar eru framkvæmdir við reiðskemmu á félagssvæðinu. Skemman verður 16 x 30 metrar að stærð og kemur til með að nýtast hestamönnum vel því oft er snjóþungt í firðinum.
Á deiliskipulagi er svo einnig gert ráð fyrir reiðvelli á félagssvæðinu. Þrátt fyrir endurkomu hestamanna í hverfið er ljóst að hestamennskan verður ekki söm og áður því mun meiri umferð er nú í næsta nágrenni en var. Á ljósmyndinni hér með fréttinni sést vel hve stutt er á milli hesthúsanna og gangnamunans.
Texti og mynd: Aðsend
Í fjögur ár stóðu hesthús þeirra auð en hesthúsahverfi þeirra er ekki nema í 200 metra fjarlægð frá gangnamunanum. 17 hestamenn með 83 hross urðu að yfirgefa hesthús sín og hætta hestamennsku eða a.m.k færa sig um set í þennan tíma. Haustið 2010 fengu þeir leyfi til að snúa til baka og hægt og bítandi síðan þá hefur hestamennskan verið að eflast að nýju.
Gnýfari stóð fyrir ísmóti á Ólafsfjarðavatni í febrúar 2011 og í febrúar 2012 og er ákveðið að um árlegan viðburð verði að ræða. Nú er svo komið að hafnar eru framkvæmdir við reiðskemmu á félagssvæðinu. Skemman verður 16 x 30 metrar að stærð og kemur til með að nýtast hestamönnum vel því oft er snjóþungt í firðinum.
Á deiliskipulagi er svo einnig gert ráð fyrir reiðvelli á félagssvæðinu. Þrátt fyrir endurkomu hestamanna í hverfið er ljóst að hestamennskan verður ekki söm og áður því mun meiri umferð er nú í næsta nágrenni en var. Á ljósmyndinni hér með fréttinni sést vel hve stutt er á milli hesthúsanna og gangnamunans.
Texti og mynd: Aðsend
Athugasemdir