Góður dagur til tunglmyndatöku
Á neðri myndinni hef ég klippt út suðvestanvert landið. Það sem er þar athyglisvert að vel sést að Þingvallavatn er greinilega að leggja.
Ísinn á vatninu sést, á meðan dekkri vakir eru enn austan- og
suðaustantil. Það má þó ver að ský yfir Henglinum og Nesjavöllum rugli
aðeins grátóna myndarinnar, en hitamynd í sömu upplausn gæfi skarpari
drætti hvað varðar ísinn. Á laugardag var
Þingvallavatn hins vegar klárlega alveg íslaust séð úr sömu hæð utan úr
geimnum. Sjálfur hef ég sérstakan áhuga á ísafari Þingvallavatns um
þessar mundir enda unnið að dálítilli athugun á Þingvallaísum og
varmahag vatnsins, sem kostuð er af orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar.
Hitamælingar á Þingvöllum við þjónustumiðstöðina sýna glögglega að við vatnið var froststilla í nótt og morgun, allt að -16°C um skeið. Reynslan segir að sé vatnið orðið nægjanlega kalt í heild sinni leggur það á skömmum tíma við þær veðuraðstæður sem nú eru. Oft gerist það snemma í janúar, sjaldan mikið fyrr, en stundum ekki fyrr en í febrúar líkt og nú.
Athugasemdir