Gói og Baunagrasið Menningarhúsinu Hofi Sunnudaginn 7. apríl 2013

Gói og Baunagrasið Menningarhúsinu Hofi Sunnudaginn 7. apríl 2013 Gói og Þröstur Leó eru á leiðinni norður á Akureyri og ætla að sýna barnaleikritið Gói

Fréttir

Gói og Baunagrasið Menningarhúsinu Hofi Sunnudaginn 7. apríl 2013

Gói og Þröstur Leó eru á leiðinni norður á Akureyri og ætla að sýna barnaleikritið Gói og Baunagrasið í menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 7. apríl nk. Við viljum að sjálfsögðu að Siglfirðingar fjölmenni á sýninguna, segir í fréttatilkynningu sem var að berast.
 
Nóg er um að vera hjá þeim félögum. Gói er t.d. á kafi í hinni gríðarvinsælu sýningu um Mary Poppins sem sýnd er í Borgarleikhúsinu, en ætlar að taka smá hlé til þess að geta boðið Norðlendingum upp á hina stórskemmtilegu barnasýningu um Góa og Baunagrasið. 
 

Barnaleikritið um Góa og Baunagrasið verður sýnt í menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 7. apríl næstkomandi kl. 13:00.

  • Ævintýrið um Baunagrasið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í febrúar 2012.

  • Sýningin hefur notið mikilla vinsælda meðal ungu kynslóðarinnar og ekki síst meðal þeirra fullorðnu sem kunna vel að meta hnyttinn húmor og spuna þeirra félaga.

  • Gói er sendur af móður sinni á markaðinn til að selja Skjöldu gömlu sem er eina mjólkurkýrin þeirra. Hann á langan veg fyrir höndum og áður en á leiðarenda er komið tekur ferðalagið óvænta stefnu þar sem þrjár töfrabaunir koma við sögu. Upp spinnst spennandi ævintýri með skemmtilegri tónlist, söng, dans og leikhúsbrellum. Risinn, hænan sem verpir gulleggjum, sjálfspilandi harpan og allir þorpsbúar mæta til leiks í Hamraborg í menningarhúsinu Hofi.

Gói og Baunagrasið hefur notið mikilla vinsælda í Borgarleikhúsinu og hlotið frábærar viðtökur á meðal ungu kynslóðarinnar og ekki síst meðal þeirra fullorðnu. Gagnrýnendur hafa lofað þá félaga Góa (Guðjón Davíð Karlsson) og Þröst Leó Gunnarsson í hástert og gefið sýningunni fjórar til fimm stjörnur. Þar að auki var sýningin tilnefnd til Grímunnar árið 2012 sem besta barnaleikritið, eitt þriggja verka.

Hér er á ferðinni sannur leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna.

Miðasala í síma 450-1000 og á menningarhus.is

Baunagrasið er á facebook:

http://www.facebook.com/pages/Baunagrasi%C3%B0/208859389143463

Framleiðandi: Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst