Gömlu jólatrén
sksiglo.is | Almennt | 22.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 470 | Athugasemdir ( )
Ég kom við í Síldarminjasafninu fyrir stuttu síðan.
Þar sýndi Örlygur mér tvö ansi skemmtileg jólatré.
Annað er líklega síðan fyrir aldamótin 1900 og hitt tréð er
líklega frá 1940 eða þar um bil.
Það er spurning hvort þessi gerð af jólatrjám komist aftur í
tísku, tískan fer jú í hringi hefur maður heyrt.
Þetta tré er líklega síðan 1940 eða þar um bil.
Og þetta tré er síðan fyrir aldamótin 1900.
Og hér eru svo kertin sem voru notuð í lýsinguna.
Og hér er eldra jólatréð með kertalýsingunni. Alveg ljómandi fallegt.



Athugasemdir