Gönguskíðaferð upp á Súlur

Gönguskíðaferð upp á Súlur Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir sinni árlegu skíðagöngu á sumardaginn fyrsta.Veðrið var mjög gott eins og vera ber á þessum

Fréttir

Gönguskíðaferð upp á Súlur

Andrés, Magga og Siggi.
Andrés, Magga og Siggi.
Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir sinni árlegu skíðagöngu á sumardaginn fyrsta.
Veðrið var mjög gott eins og vera ber á þessum degi og skartaði fjörðurinn sínu fegursta.
Það var heldur dræm mæting en aðeins þrír fóru í gönguna.
Gengið var frá skíðaskálanum í Skarðsdal upp á Súlur og komið til baka sömu leið.

Næsta ferð á vegum Ferðafélags Siglufjarðar er fuglaskoðunarferð 3. maí.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næstu ferðir í bæklingi Ferðafélags Íslands.
Bæklingurinn er aðgengilegur á netinu á vefsíðu félagsins www.fi.is.







Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst