Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar Fyrsta starfsári Grunnskóla Fjallabyggðar lauk þriðjudaginn 7. júní við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju,

Fréttir

Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar

Útskriftarnemendur
Útskriftarnemendur

Fyrsta starfsári Grunnskóla Fjallabyggðar lauk þriðjudaginn 7. júní við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju, einnig voru minni athafnir um hádegi í báðum yngri deildum skólans.

Athöfnin í Siglufjarðarkirkju var vel sótt  og dagskráin fjölbreytt. Á þessu fyrsta starfsári útskrifaðist þrjátíu og einn  nemandi úr 10. bekk.


Í ræðu sinni gerði Jónína Magnúsdóttir skólastjóri m.a. grein fyrir þeim breytingunum sem urðu við sameiningu grunnskólanna sl. haust. Komst hún m.a. svo að orði : ,, Breytingin sem varð við stofnun nýja skólans hefur komið mismikið við okkur.  Nemendur og starfsmenn í unglingadeildinni hafa fundið mest fyrir breytingunni enda varð til nýtt samfélag við Hlíðarveg.

Nemendur frá Ólafsfirði og Siglufirði komu saman og mynduðu nýtt samfélag. Ný vináttubönd hafa orðið til og starfsmenn hafa eignast nýja samstarfsmenn. Breytingin hjá unglingunum Ólafsfjarðarmegin er þó allra mest,  þar sem fyrirbærið skólaakstur varð fastur liður í daglegu lífi þeirra.

Skiljanlega hefur allt þetta umrót mælst misjafnlega fyrir, en það verður að segjast eins og er að breytingarnar hafa gengið ótrúlega vel. Í mínum huga eru unglingarnir sigurvegarar vetrarins - þau hafa sameinast.

Þau hafa séð kostina við breytingarnar og nýtt þá. Flestir hafa sætt sig við skólaaksturinn þótt það hafi reynst erfitt. Ný kynni hafa orðið að veruleika sem hafa auðgað líf margra og eiga e.t.v. eftir að vara um aldur og ævi.“







Lísa Margrét með viðurkenningu fyrir ensku.


Margrét Guðmundsdóttir og Kristín Elva Ásgeirsdóttir með viðurkenningu fyrir bestu framfarir í námi


Þórður Mar með viðurkenningu fyrir myndmennt ásamt kennaranum Brynhildi.


Sigurður Ægisson afhendir Helgu Guðrúnu viðurkenningu fyrir sögu.


Margrét Þórðardóttir afhendir Hildi Örlygsdóttur og Lísu Margréti Gunnarsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku. 


Halldóra Elíasdóttir afhendir Lísu Margréti Gunnarsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku.

Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri afhendir viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Torfi Sigurðsson, Hrafn Örlygsson, Arndís og Þorfinna.


Forseti Kiwanis, Baldur Jörgen Daníelsson afhendir Hrafni Örlygssyni viðurkenningu

fyrir góðan árangur í náttúrufræði.


9. bekkur

9.bekkur

7. bekkur

8. bekkur

Skólastjórnendur Jónína Magnúsdóttir og Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Tónlistaratriði Timothy á píanó og Ólöf Kristín söng.

Jónína kveður Sigurbjörgu heimilisfræði - kennara sem hættir eftir 40 ára kennslu.

Óskar hættir kennslu í Grunnskólanum og fer til Menntaskólans á Tröllaskaga.

Guðrún Unnsteinsdóttir deildarstjóri.



Jónína Magnúsdóttir skólastjóri að slíta Grunnskóla Fjallabyggðar í fyrsta sinn.

Texti Jónína Magnúsdóttir
Ljósm. GJS







Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst