Guðni segir af sér þingmennsku

Guðni segir af sér þingmennsku Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Engar

Fréttir

Guðni segir af sér þingmennsku

Ljósmynd mbl.is
Ljósmynd mbl.is
Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Engar skýringar komu fram í bréfinu en þar sagðist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Guðni hefur jafnframt sagt af sér sem formaður Framsóknarflokksins og hefur sent bréf til þingmanna Framsóknarflokksins. Guðni hefur átt fast sæti á Alþingi frá árinu 1987, fyrst fyrir Suðurlandskjördæmi en síðan fyrir Suðurkjördæmi, en var áður varaþingmaður. Hann hefur verið formaður Framsóknarflokksins frá því á síðasta ári. Þá var hann landbúnaðarráðherra á árunum 1999 til 2007.

Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst