Gunni Júll upp í mastri á Keili
sksiglo.is | Almennt | 06.03.2014 | 15:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 568 | Athugasemdir ( )
Ég náði nokkrum myndum af Gunna Júl þar sem hann var að skipta um perur
í siglingarljósunum á Keili.
Gunnar Júlíusson er einn af þeim sem er alltaf að og því var kannski
ekkert óvenjulegt að sjá hann hlaupa upp og niður mastrið á Keili.
Að sjálfsögðu var öryggið á oddinum hjá Gunna og hann alveg
rígbundin við mastrið þegar hann var að skipta um perurnar og gera allt klárt.
Gunni Júll
Gunni líklega eitthvað að spá í perurnar.
Á uppleið.
Og þarna var Gunni kominn upp og byrjaður að skipta um perur.




Athugasemdir