Hafliðastrákar hittast á jólahlaðborði

Hafliðastrákar hittast á jólahlaðborði Það var s.l. fimmtudag, 10. Desember, að strákarnir á Hafliða SI2 fengu lánaðan leikskóla í Garðabæ til að snæða

Fréttir

Hafliðastrákar hittast á jólahlaðborði

Ljósmynd Biggi Inga
Ljósmynd Biggi Inga
Það var s.l. fimmtudag, 10. Desember, að strákarnir á Hafliða SI2 fengu lánaðan leikskóla í Garðabæ til að snæða saman jólamat.
Þessir piltar hafa haldið hópinn síðan þeir gáfu Síldarmynjasafni Siglufjarðar líkan af síðutogaranum Hafliða SI2. Þarna var mikið spjallað, margar góðar sögur fengu að flakka og mikið hlegið.

Gylfi Ægis steig á stokk og spilaði lagið sitt Minning um mann og snéri textann yfir á „Refinn” og „Píkusinn”.

Þegar þessi hópur kemur saman er eins og bræður séu að hittast eftir langar fjarvistir en það er kannski ekkert skrítið því strákarnir voru saman á sjó og túrarnir voru mjög langir í þá daga og þröngt var á þingi um borð, margir saman í káetu, en það var svo magnað að þegar komið var í land hélt hópurinn saman þar til farið var aftur út á sjó.
 Biggi Inga sendi okkur þessa frétt ásamt myndum sem eru HÉR

Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst