Harðmót í fótbolta var haldið á laugardeginum um verslunarmannahelgina
sksiglo.is | Almennt | 16.08.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 461 | Athugasemdir ( )
Kjarni stuðningsmannafélag KF hélt harðmót í fótbolta á laugardeginum um verslunarmannahelgina.
Einhverjir sem til sáu vildu nú frekar kalla þetta bumbubolta eða eldri borgara bolta.
En þeir
voru nú ótrúlega harðir margir hverjir þarna og aldurinn skiptir greinilega ekki öllu máli í því að vera grjót harður.
Ég gat ekki betur séð en að þeir sem voru grjót harðastir á svæðinu væru nær eldri-borgara múrnum en tánings aldrinum
og má þar svona helst nefna Habbó, Alla Arnars, Gunnar Frans og einhverjir fleiri(ég er samt alls ekki að segja að þeir séu gamlir, þeir voru
bara eldri en þessir yngri).
Yngri
piltarnir þarna voru svona sæmilega harðir líka en þó ekki nálægt því eins harðir og þessir eldri.
Annars er
örugglega eitthvað hægt að lesa úr myndunum sem eru hér fyrir neðan.





Athugasemdir