Háskólalest Háskóla Íslands
Háskólalestin ferðaðist um
landið í fyrra, á aldarafmæli Háskóla Íslands, og var tekið með kostum og
kynjum á þeim fjölmörgu stöðum vítt og breitt um landið sem sóttir voru heim.
Fyrsti áfangastaður lestarinnar verður Kirkjubæjarklaustur dagana 4. og 5. maí (á morgun og hinn). Fyrri daginn sækja nemendur úr Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla fjölbreytt námskeið í Háskóla unga fólksins en laugardaginn 5. maí verður litrík vísindaveisla fyrir alla aldurshópa.
Vísindaveislan verður haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og Íþróttahúsi grunnskólans kl. 12 til 16. Þar verður margt í boði: stjörnutjald, sýnitilraunir, eldorgel, tæki og tól, japönsk menning, jarðvísindi, þrautir og leikir. Auk þess verður Sprengjugengið landsfræga með tvær sýningar í Kirkjuhvoli, kl. 12:30 og 14:30.
Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Háskólalestin verður einnig á
eftirtöldum stöðum í maí.
Siglufjörður 11. og 12. maí
Grindavík 16. og 19. maí
Ísafjörður 25. og 26. maí.
Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook.
http://www.ung.hi.is/haskolalestin
https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3lalestin/168204169904925
Nánar um Háskóla unga fólksins:
https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3li-unga-f%C3%B3lksins-HUF/196229883748644
Allar nánari upplýsingar veita Guðrún Bachmann, s. 864-0124, og Björg Magnúsdóttir, s.865-6750.
Með bestu kveðjum,
Björn Gíslason
Athugasemdir