Háskólalest Háskóla Íslands

Háskólalest Háskóla Íslands Háskólalestin ferðaðist um landið í fyrra, á aldarafmæli Háskóla Íslands, og var tekið með kostum og kynjum á þeim

Fréttir

Háskólalest Háskóla Íslands

Háskólalestin ferðaðist um landið í fyrra, á aldarafmæli Háskóla Íslands, og var tekið með kostum og kynjum á þeim fjölmörgu stöðum vítt og breitt um landið sem sóttir voru heim.

Leikurinn verður endurtekinn í ár og verður lestin á ferðinni í maí með fjör og fræði fyrir alla. Heimsóttir verða fjórir áfangastaðir: Kirkjubæjarklaustur, Siglufjörður, Grindavík og Ísafjörður.

Fyrsti áfangastaður lestarinnar verður Kirkjubæjarklaustur dagana 4. og 5. maí (á morgun og hinn). Fyrri daginn sækja nemendur úr Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla fjölbreytt námskeið í Háskóla unga fólksins en laugardaginn 5. maí verður litrík vísindaveisla fyrir alla aldurshópa.

Vísindaveislan verður haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og Íþróttahúsi grunnskólans kl. 12 til 16. Þar verður margt í boði: stjörnutjald, sýnitilraunir, eldorgel, tæki og tól, japönsk menning, jarðvísindi, þrautir og leikir. Auk þess verður Sprengjugengið  landsfræga með tvær sýningar í Kirkjuhvoli, kl. 12:30 og 14:30.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Háskólalestin verður einnig á eftirtöldum stöðum í maí.
Siglufjörður 11. og 12. maí
Grindavík 16. og 19. maí
Ísafjörður 25. og 26. maí.

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook.

http://www.ung.hi.is/haskolalestin

https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3lalestin/168204169904925

Nánar um Háskóla unga fólksins:

http://www.ung.hi.is/

https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3li-unga-f%C3%B3lksins-HUF/196229883748644

Allar nánari upplýsingar veita Guðrún Bachmann, s. 864-0124, og Björg Magnúsdóttir, s.865-6750.

Með bestu kveðjum,
Björn Gíslason 

 




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst