Héðinsfjarðargöng
Alls voru þeir komnir 1442 metra, samtals 44 metra frá síðasta fimmtudegi í Héðinsfjarðargöngum í morgun Héðinsfjarðarmegin.
Bergið er freka leirkennt og tafsamt að bora, en
þó lítið vatn á leið þeirra.
Verið var að keyra út eftir síðustu sprengingu og loft þar inni sambland af sterkum anga frá sprengiefninu og kolsýru, þrátt fyrir
kröftuga loftræstingu, svo ljósmyndarinn fór því ekki alla leiðina inn að þessu sinni.
Í Héðinsfirði er stór hópur Háfellsmanna við allskonar vinnu tilheyrandi gangagerðinni.
Inni í göngunum Siglufjarðarmegin eru Metrostav menna bæði við bergsnyrtingu og fóðrun ganganna með steypu, sem þeir sprauta með miklum krafti
á bergið.
Svo eru Háfellsmenn á fullu við gerð vegskálans Siglufjarðarmegin.
Myndir frá því morgun eru HÉR
Ólafsfjarðarmegin hafa þeir náð 4000 metra áfanganum og eru komnir í 4001 metra, 44 metra frá
síðasta fimmtudegi.
Bergið er svipað hjá þeim, leirkennt og frekar blautt með köflum.
Athugasemdir