Héðinsfjarðartrefillinn á heimleið
sksiglo.is | Almennt | 31.01.2011 | 08:50 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 284 | Athugasemdir ( )
Héðinsfjarðartrefillinn víðförli er nú á heimleið, en í síðustu viku komu fjórir kassar af tólf heim eftir langa fjarveru.
Eimskip hefur stutt Fríðu vel í að flytja trefilinn, fyrst til Akureyrar, og síðan suður til Reykjavíkur og nú heim.
Ætlunin er að allir kassarnir tólf verði komnir heim í enda febrúar, og þá byrjar vinnan við að búta hann niður.
Ef það eru einhverjir sem sjá sér fært að hjálpa til við það og að undirbúa bútana undir sölu þá er endilega að hafa samband við Fríðu, annað hvort á e- mailinu hennar frida@frida.is eða í gemsann 896-8686. Og sem fyrr er öll hjálp vel þeginn.
Athugasemdir