Heimsókn á vegum Mid-Atlantic ferðakaupstefnunnar

Heimsókn á vegum Mid-Atlantic ferðakaupstefnunnar Laugardaginn 9. febrúar sl. kom til Siglufjarðar 35 manna hópur á vegum Fjallasýnar og IcelandAir. Þessa

Fréttir

Heimsókn á vegum Mid-Atlantic ferðakaupstefnunnar

Gestirnir gæða sér á síld í Bátahúsinu
Gestirnir gæða sér á síld í Bátahúsinu

Laugardaginn 9. febrúar sl. kom til Siglufjarðar 35 manna hópur á vegum Fjallasýnar og IcelandAir. Þessa sömu helgi var haldin stór ferðakaupstefna á vegum IcelandAir í Reykjavík þar sem voru samankomnir starfsmenn ferðaskrifstofa víðsvegar úr heiminum. Á laugardeginum bauðst kaupstefnugestum að kynnast landi og þjóð betur í kynnisferðum, sem flestar allar fóru fram á suðurlandi. Nema ein – sem fór alla leið norður í land! Hópurinn flaug frá Reykjavík til Akureyrar snemma morguns, þar beið þeirra rúta sem svo keyrði með hópinn beinustu leið á Siglufjörð.

Í hópnum voru starfsmenn frá ferðaskrifstofum tíu landa! (Bandaríkjunum, Alaska, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi)
Hópurinn heimsótti öll þrjú safnhús Síldarminjasafnsins og fékk þar að bragða á síld og Brennivíni, ásamt því að kynnast sögu staðarins og þeim möguleikum sem safnið býður ferðamönnum og hópum upp á. Að safnaheimsókn lokinni var haldið á Hannes Boy þar sem snæddur var hádegisverður undir harmónikkuspili – og þaðan var haldið á Kaffi Rauðku þar Finnur Yngvi, verkefnisstjóri Rauðku, kynnti fyrir hópnum helstu framkvæmdir og framtíðaráform Rauðku.
Starfsfólk Síldarminjasafnsins er mjög ánægt með heimsóknina, sérstaklega í ljósi þess að flogið var með hópinn frá Reykjavík, til þess eins að heimsækja Siglufjörð! Í sumar munu Iceland Air og Fjallasýn bjóða upp á slíka dagsferð til Siglufjarðar tvisvar sinnum í viku, auk þess sem hægt verður að óska sérstaklega eftir ferðinni fyrir hópa eða einkaaðila hvenær sem er.

Sjá vefsíðu Síldarminjasafnsins


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst