Skólaheimsóknir á Ljóðasetur Íslands
sksiglo.is | Almennt | 02.09.2011 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 495 | Athugasemdir ( )
Einn af liðunum í starfsemi Ljóðasetursins verður að taka á
móti skólahópum og er þessa dagana verið að stíga fyrstu skrefin á þeirri
braut. Nemendur 10. bekkjanna í Grunnskóla Fjallabyggðar riðu á vaðið, í
þessari viku.
Fyrri bekkurinn kom í heimsókn á mánudag og sá síðari í morgun. Heimsóknirnar voru liður í undirbúningi þeirra fyrir samræmt próf í íslensku, en ljóðgreining og bragfræði er einn prófhlutanna. Forstöðumaður setursins tók á móti nemendum, sagði frá starfseminni, las ljóð og fór yfir grunnreglur í íslenskri bragfræði. Að lokum skoðuðu nemendur sig um á setrinu.



Kennararnir: Halldóra María og Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs.
Texti:ÞH
Myndir: GJS
Fyrri bekkurinn kom í heimsókn á mánudag og sá síðari í morgun. Heimsóknirnar voru liður í undirbúningi þeirra fyrir samræmt próf í íslensku, en ljóðgreining og bragfræði er einn prófhlutanna. Forstöðumaður setursins tók á móti nemendum, sagði frá starfseminni, las ljóð og fór yfir grunnreglur í íslenskri bragfræði. Að lokum skoðuðu nemendur sig um á setrinu.
Kennararnir: Halldóra María og Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs.
Texti:ÞH
Myndir: GJS
Athugasemdir