Helstu verkefni í Fjallabyggð á opnum svæðum sumarið 2011

Helstu verkefni í Fjallabyggð á opnum svæðum sumarið 2011 Eftirfarandi eru þau helstu verkefni sem áætlað er að unnið verði að á opnum svæðum

Fréttir

Helstu verkefni í Fjallabyggð á opnum svæðum sumarið 2011

Siglufjörður
Siglufjörður

Eftirfarandi eru þau helstu verkefni sem áætlað er að unnið verði að á opnum svæðum í Fjallabyggð í sumar. Það er að sjálfsögðu af nógu að taka og ekki hægt að gera allt sem hugurinn girnist en þetta er það sem varð ofan á eftir töluverðar vangaveltur.

 

Á Siglufirði verður lögð áhersla á að klára uppgræðslu og frágang á uppfyllingu austan Snorragötu einnig verður svæðið vestan Snorragötu frá Norðurtúni lagfært og plantað trjám á svæðið.

Á tjaldsvæðinu við höfnina verður hreinlætisaðstaðan færð að Egilssíld og reynt að drena tjaldsvæðið. Hafnarsvæðið verður snyrt eftir föngum og byrjað á helstu gönguleiðum ferðafólks.

Aðgengi fyrir alla, unnið verður að því að bæta aðgengi um gangstéttar og um helstu gönguleiðir í báðum bæjum sveitafélagsins. Markmiðið er að taka fyrir ákveðið svæði árlega og gera það aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða. Á Siglufirði verður byrjað í miðbænum og unnið útfrá honum.

Að vanda verða vinnuflokkar að störfum í skógræktinni í allt sumar við útplöntun, stígagerð og girðingavinnu.

Stígar, unnið verður að því að bæta aðgengi á milli gatna eftir stígum sem margir hverjir eru orðnir illfærir vegna vanhirðu.

Ólafsfjörður.

Á Ólafsfirði verður farið í að hækka upp tjaldsvæðið og hlaða skjólgarð sunnan við tjörnina. Hlaðinn verður veggur með klömbru og ofan á hann verður plantað trjám. Og lagður stígur frá tjörn að sundlauginni

Aðgengi fyrir alla, í Ólafsfirði verður byrjað að vinna út frá íþróttamiðstöðinni og teknar fyrir gönguleiðir og gangstéttar þaðan frá.

Haldið verður áfram með stíg meðfram vatni sem byrjað var á í fyrra, byrjað verður við Bylgjubyggð og unnið að vatninu, stígurinn er aðgengilegur hreyfihömluðum og gerður með styrk frá Ferðamálastofu.

Í fyrsta sinn í langan tíma verður farið í stórfellt skógræktarátak í Ólafsfirði verkefnið er unnið með stuðningi Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Á báðum stöðum verður farið í mikla girðingarvinnu til að girða bæina af fyrir lausagöngufé.

Þessi og önnur hefðbundin verkefni s.s. sláttur og umhirða er það helsta sem sumarstarfsfólk okkar kemur til með að vinna auk þess sem verktakar verða fengnir í meiriháttar verkefni.

Ljósm. SK



Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst