Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar
sksiglo.is | Almennt | 25.06.2012 | 11:15 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 632 | Athugasemdir ( )
Á föstudagskvöldið var lagt upp í hina árlegu Sólstöðugöngu Ferðafélags Siglufjarðar, en hún hefur verið gengin i nokkur ár.
Ekið var með rútu inn í Mánárdal þar sem gengið var upp dalinn, upp í Dalaskarð og út á Hafnarhyrnu, þar sem útsýnisins var notið út í ystu æsar. Síðan var farið niður í Hvanneyrarskál og ferðinni lokið með kjötsúpu í Bláa húsinu um tvöleytið um nóttina.
Veðrið og útsýnið var eins og best getur orðið. Vel heppnuð ferð í alla staði og ekki annað að sjá en göngufólk hafi verið sátt við hana.


Kjötsúpupotturinn í Bláa húsinu hjá Rauðku
Texti: Halldór Þormar Halldórsson
Mynd á forsíðu: GJS
Aðrar myndir: HÞH
Athugasemdir