Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar

Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar Á föstudagskvöldið var lagt upp í hina árlegu Sólstöðugöngu Ferðafélags Siglufjarðar, en hún hefur verið gengin i

Fréttir

Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar

Gönguhópurinn á torginu
Gönguhópurinn á torginu

Á föstudagskvöldið var lagt upp í hina árlegu Sólstöðugöngu Ferðafélags Siglufjarðar, en hún hefur verið gengin i nokkur ár.

Ekki hefur þó alltaf tekist að fara sakir veðurs, en nú var einn fallegasti dagur sumarisins og um það bil 50 manns lögðu upp frá torginu um kl. 21.30.

Ekið var með rútu inn í Mánárdal þar sem gengið var upp dalinn, upp í Dalaskarð og út á Hafnarhyrnu, þar sem útsýnisins var notið út í ystu æsar. Síðan var farið niður í Hvanneyrarskál og ferðinni lokið með kjötsúpu í Bláa húsinu um tvöleytið um nóttina.

Veðrið og útsýnið var eins og best getur orðið. Vel heppnuð ferð í alla staði og ekki annað að sjá en göngufólk hafi verið sátt við hana.





Kjötsúpupotturinn í Bláa húsinu hjá Rauðku

Texti: Halldór Þormar Halldórsson

Mynd á forsíðu: GJS

Aðrar myndir: HÞH




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst