Hiti á fundi um stjórnsýsluúttekt
Það var hiti í Allanum í gær þegar farið var yfir stjórnsýsluúttektina og ákvarðanir bæjarstjórnar henni tengdri. Fundargestir ýjuðu að því að niðurstöður hefðu verið fyrrifram ákveðnar meðan skýrsluhöfundur og forseti bæjarstjórnar sátu fyrir svörum gesta.
Fundurinn í Allanum stóð yfir í hátt á fjórðu klukkustund og hófst á því að skýrsluhöfundur, Haraldur L. Haraldsson, fór yfir skýrsluna og hans eigin niðurstöður. Áréttaði hann að niðurstöður hans væru skoðun hans á því hvernig hægt væri að ná fram aukinni hagræðingu og gera Fjallabyggð þannig fremsta meðal jafningja í búsetuskilyrðum.
Eftir kaffihlé tók Ingvar Erlingsson við fyrir hönd bæjarstjórnar og fór yfir niðurstöður bæjarstjórnar. Í meginmáli komst bæjarstjórn að þeirri niðurstöðu að fylgja í flestu öllum tillögum skýsluhöfundar að nokkrum atriðum undanskildum. Voru þau helst:
1. Bæjarstjórn ákvað að hækka ekki fasteignaskatt og lóðaleigu enda er það endurskoðað árlega við gerð
fjárhagsáætlunar.
2. Bæjarstjórn fer ekki í nýtt útboð vegna reksturs skíðasvæðisin á siglufirði enda ekki forsenda fyrir því
þar sem það er komið í annað ferli.
3. Ekki verða opnunartímar sundlauga endurskoðaðir fyrr en við gerð fjárhagsáætlunnar.
4. Ekki raunhæft að breyta tímasetningum varðandi hafnir en samræma þarf gjaldtöku.
5. Ekki er raunhæft að stytta opnunartíma gámasvæðanna.
Að auki kom bæjarstjórn fram með tvær tillögur tilviðbótar við skýrsluna.
1. Að fækka bæjarfulltúum um tvo, eða í sjö úr níu.
2. Sameina fræðslunefnd og frístundanefnd í fræðslu- og frístundanefnd.
Stærstu tvær breytingarnar verður samkvæmt Ingvari að fækka deildum bæjarfélagsins í þrjú og að hafa aðalaðsetur ráðhússins á einum stað, á Siglufirði.
Ingvar sagði að vissulega væru þetta erfið og viðkvæm málefni en engu að síður hagræðing sem þyrfti að eiga sér stað.
Sigló.is fjallar nánar um viðbrögð fundargesta og málið í heild á næstu dögum.
Athugasemdir