Hljóð X undirbýr komu Palla

Hljóð X undirbýr komu Palla Þrátt fyrir leiðinda veður og ósnjóvæn dekk renndu strákarnir í Hljóð X inná Sigló uppúr hádegi en þeirra verk er að stilla

Fréttir

Hljóð X undirbýr komu Palla

Strákarnir í Hljóð X
Strákarnir í Hljóð X

Þrátt fyrir leiðinda veður og ósnjóvæn dekk renndu strákarnir í Hljóð X inná Sigló uppúr hádegi en þeirra verk er að stilla upp græjunum fyrir Pál Óskar sem halda mun áramótaball á Allanum í kvöld.

Það vantaði ekkert uppá græjurnar hjá strákunum sem mættu með ljósashow, stærðar bassabox og allskonar annað dót sem kynda á upp í dansfílingnum hjá gestum næturinnar. Þeir sögðu mér þó að ég ætti frekar að mæta seinna í dag til að taka myndir, það væri lítið að sjá og diskóborðið hans Palla væri náttúrulega aðal málið en það væri hrikalega flott að skoða. 

Riggað upp fyrir Palla

Unnið við lýsinguna.

Riggað upp fyrir Palla

Vetrardrossía Hljóð X manna.

Riggað upp fyrir Palla

Húsið veðrur opnað á miðnætti og enginn veit hvenær það lokar aftur. 


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst