Hljómsveitin Cargo verður á Allanum föstudaginn 2. ágúst kl.00-?

Hljómsveitin Cargo verður á Allanum föstudaginn 2. ágúst kl.00-? Ég hafði samband við Steina Sveins, Bertu eða Pítu og fékk smá upplýsingar um tilurð

Fréttir

Hljómsveitin Cargo verður á Allanum föstudaginn 2. ágúst kl.00-?

Hljómsveitin Cargo verður á Allanum föstudaginn 2. ágúst kl.00-? 

Ég hafði samband við Steina Sveins, Bertu eða Pítu og fékk smá upplýsingar um tilurð bandsins sem mun spila á Allanum næsta föstudag. 
 
Ég hef nú nokkrum sinnum kíkt á ball með þessu bandi og það er nú bara alveg ljómandi góð skemmtun. 

Áður en ég fór á fyrsta ballið með þessu bandi þá var ég búin að heyra af bandinu miklar frægðar sögur hjá honum Össa vini mínum og gott ef ég man ekki eftir þeim spila á 17. júní 1987 niðrá skólaballa. Þá voru þeir nú ögn yngri meðlimir bandsins en það er bara eins og vindur og veðrátta hafi ekki náð að skemma húð þeirra að neinu viti ennþá.
 
Þeir(þegar ég segi "Þeir" þá meina ég upphaflega bandið, þeir sem komu inn í það seinna líta miklu betur út) eru ennþá eins og unglömbin sem þeir voru 17. júní "87. Ég man þetta svona vel þetta "87 dæmi vegna þess að ég held að ég hafi keypt mér nokkrar svartar indjána blöðrur með fjöðrum akkúrat þennann 17. júní sem ég dundaði mér við að sprengja með teygjubyssu sem pabbi smíðaði handa mér (humm, hvar ætli fjandans teygjubyssan sé? Ég henti henni pottþétt ekki sjálfur).
 
En hvað um það. Steini Sveins,Bertu eða Píta sendi mér allar þær upplýsingar sem ég vildi og meira til og hér fyrir neðan geti þið drukkið í ykkur upplýsingum um hina fornfrægu hljómsveit CARGO.


Hljómsveitin Cargo var stofnuð í Sjálfstæðishúsinu 1986. Þá voru í bandinu Össi, Steini Píta, Jónsi Erlings, sem fór síðan í Sóldögg, Leifi Elíasar og Siggi Ingi.
 
Jói Abbýar kom svo fljótlega inn í bandið. Cargo var dugleg að halda böll en fyrst komum við fram í pásum hjá Gautum og Miðaldamönnum. Síðan fórum við að halda böll sjálfir og spiluðum mikið t.d. 2svar í Grímsey og voru það hinar mestu svaðilfarir allavega síðari ferðin. Fórum á Þórshöfn og í Bjarnafjörð á Ströndum, Ólafsfjörð, Ketilás og síðan í Skeljavík og sigruðum þar í hljómsveitarkeppni ´87 eða ´88 og fengum 4 tíma í stúdíói Bítlavinafélagsins sem voru okkar ædol...

Síðan var farið til Reykjavíkur til að meika það og tókum við þátt í Músíktilraunum ´88 en þóttum ekki nógu góðir þar. Spiluðum í náttfötum (halló).
 
Síðan höfum við komið reglulega saman og nú síðustu 2-3 árin hefur sveitin verið skipuð svo: Örn á trommur, Cec og Steini aðalsöngur, Jói Abbýar gítar, Kiddi kennari bassi, Þröstur, en hann hefur spilað með t.d. Saga Class eins og Cec, á gítar og Ingunn á hljómborð. Við lofum að hafa gaman á Allanum á föstudaginn 2. ágúst kl.00:00-? og það kostar 1.500 inn. Kv. Steini Píta.
 
Hljómsveitin Cargo verður á Allanum föstudaginn 2.ágúst kl.00-?  Aðgangseyrir 1.500 kr.
 
Össi, Cec, Kiddi, Jói, Steini, Þröstur og Ingunn. Sjáumst hress! Allinn og Cargo. Sannkallaður hvalreki!

Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst