Höfuðverkefni greinarinnar er að lifa núverandi stjórnvöld af
Í gærmorgun gekkst Framsóknarfélag Reykjavíkur fyrir vel sóttum fundi um málefni sjávarútvegsins undir yfirskriftinni: “fögnum nýsköpun í sjávarútvegi”
Framsögumenn voru Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður, Páll J. Pálsson frambjóðandi í 3. Sæti Suðurkjördæmis og Binni framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum. Í máli Páls kom fram að með aukinni nýsköpun í sjávarútvegnum mætti auka arðsemi í greininni fram til ársinns 2023 um 250 milljarða.
Binni í Vinnslustöðinni sagði að “höfuðverkefni greinarinnar væri að lifa núverandi stjórnvöld af”. Gríðarlegir möguleikar eru í nýsköpun, fullvinnslu, markaðsstarfi erlendis til að auka stórlega verðmætaaukningu afurðanna. Til þess þurfa fyrirtækin að hafa fjárhagslegt svigrúm. Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður fór yfir sjávarútvegsstefnu flokksinns og ítrekaði það að skortur á samráði stjórnvalda um breytingar í greininni hefði valdið henni miklum búsifjum.
Fundarmenn sammála um að íslendingar verði að standa saman sem þjóð til að hámarka arðsemi þessarar mikilvægu atvinnugreinar okkar.
Jón ingi Gíslason, formaður Framsóknarf. Reykjavíkur
Athugasemdir