Hörður Torfa á Ljóðasetrinu föstudaginn 6. júlí
sksiglo.is | Almennt | 05.07.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 219 | Athugasemdir ( )
Á Ljóðasetrinu er boðið upp á lifandi viðburði dag hvern kl. 16.00 og er leitast við að fá skáld landsins og jafnvel tónlistarmenn til að koma þar fram.
Á morgun, föstudaginn 6. júlí, mun Hörður Torfason líta í heimsókn á setrið, spjalla við gesti og leika nokkur af sínum lögum.
Hörður mun svo halda tónleika í Bátahúsinu á föstudagskvöldið og eru þeir liður í Þjóðlagahátíðinni sem nú stendur yfir hér á Siglufirði.
Von er á fleiri góðum gestum á Ljóðasetrið á næstunni, m.a. mun ljóðskáldið Ragnar Ingi Aðalsteinsson lesa úr verkum sínum á setrinu fimmtudaginn 12. júlí.
Menningarráð Eyþings og Menningarsjóður KEA veittu Ljóðasetrinu styrki til að standa fyrir lifandi viðburðum í sumar.
http://ljodasetur.123.is/
Texti: Heimasíða Ljóðaseturs Íslands
Mynd: Heimasíða Harðar Torfa
http://ljodasetur.123.is/
Texti: Heimasíða Ljóðaseturs Íslands
Mynd: Heimasíða Harðar Torfa
Athugasemdir