Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 24.02.2012 | 18:10 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 959 | Athugasemdir ( )
Eldur kom upp í íbúðarhúsi Jóns Salmannssonar og Helgu Hermannsdóttur við Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði 9. febrúar sl. Fólkið var í fastasvefni og vaknaði upp við reykskynjara. Ljóst er að það bjargaði heimilisfólkinu.
Viðurkenndi húsráðandi að slökkvitæki hefði vantað í húsið, sem hefði komið að góðum notum við þann eld sem þar var.
Eldvarnarmiðstöðin brást skjótt við og óskaði eftir því við slökkviliðsstjórann í Fjallabyggð Ámunda Gunnarsson að hann afhenti fjölskyldunni slökkvitæki þeim að kosnaðarlausu.
Athöfnin fór fram á slökkviliðsstöðinni á Siglufirði föstudaginn 24. febrúar kl. 17:30.
Hér eru nokkrar myndir frá afhendingunni.

Ámundi að afhenda fjölskyldunni slökkvitækið.



Texti og myndir: GJS
Viðurkenndi húsráðandi að slökkvitæki hefði vantað í húsið, sem hefði komið að góðum notum við þann eld sem þar var.
Eldvarnarmiðstöðin brást skjótt við og óskaði eftir því við slökkviliðsstjórann í Fjallabyggð Ámunda Gunnarsson að hann afhenti fjölskyldunni slökkvitæki þeim að kosnaðarlausu.
Athöfnin fór fram á slökkviliðsstöðinni á Siglufirði föstudaginn 24. febrúar kl. 17:30.
Hér eru nokkrar myndir frá afhendingunni.
Ámundi að afhenda fjölskyldunni slökkvitækið.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir