Hvanneyrarhyrna miðvikudaginn 4. júlí
sksiglo.is | Almennt | 03.07.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 421 | Athugasemdir ( )
Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir gönguferð á morgun, miðvikudaginn 4. júlí. Gengið verður upp í Hvanneyrarskál og þaðan upp á brún að vestanverðu. Gengið út eggjarnar á Hvanneyrarhyrnu,
niður Gróuskarð og á Gróuskarðshnjúk. Frá Gróuskarðshnjúki er gengið niður í Hvanneyrarskál.
Brött og klettótt leið um lausar skriður og eftir eggjum. Ekki fyrir lofthrædda en svakalega falleg leið. (erfiðleikastig: 3)
Verð 500 kr. Brottför frá Ráðhústorgi klukkan 13:00. Göngutími: 3-4 klst.
http://fs.fjallabyggd.is/news/hvanneyrarhyrna/--
Texti og mynd: Elín Þorsteinsdóttir
Brött og klettótt leið um lausar skriður og eftir eggjum. Ekki fyrir lofthrædda en svakalega falleg leið. (erfiðleikastig: 3)
Verð 500 kr. Brottför frá Ráðhústorgi klukkan 13:00. Göngutími: 3-4 klst.
http://fs.fjallabyggd.is/news/hvanneyrarhyrna/--
Texti og mynd: Elín Þorsteinsdóttir
Athugasemdir