Hvenær er síðasti sólardagur?
sksiglo.is | Almennt | 17.11.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 405 | Athugasemdir ( )
Allir
vita hvenær fyrsti sólardagur er á Siglufirði: 28. janúar þegar sólin
skín um alla Eyri og drukkið er sólarkaffi með pönnukökum. Og í skólanum
syngja krakkarnir ljóðið „Til sólarinnar“ eftir Hannes Jónasson.
Dagana 11. -13. nóvember sást vel til sólar en þann 14. var alskýjað. Í gær þann 15. skein sólin í skýjum yfir Hólsdalsbotni eða bak við botnfjöllin stutta stund. Ekki var hægt að greina það hvort hún hefði skinið yfir Eyrina en efstu hús voru böðuð sólskininu. Svo enn er það ómælt eða ósannað hvor dagurinn það er 14. eða 15. sem þessi móðir alls lífs vermir okkur á Siglufjarðareyri í síðasta sinn ár hvert.
En hvernig skyldi þessu vera háttað í Ólafsfirði eða Héðinsfirði?
Texti og myndir: Guðný Róbertsdóttir
Athugasemdir