Hverjir eiga íslenska náttúru?
Í dag opnaði Jón Dýrfjörð ljósmyndasýningu sína í Bláa húsinu Siglufirði sem nefnist, Hverjir eiga íslenska náttúru?
Fjöldi manns mættu við opnunina og var greinilegt að Jóni tókst að skapa sterk viðbrögð sýningargesta við myndum sínum. Heyra mátti áhorfendur ræða saman um náttúruvernd, átroðning túrista í viðkvæmri náttúru Íslands, uppgræðslu mela og moltugerð.
Ljósmyndasýning Jóns Dýrfjörð er áleitin og einstaklega áhugaverð sýning þar sem hann leitast við að sýna áhorfendum íslenska náttúru frá sýnu sjónarhorni og bera myndir hans þess merki að Jón er ákaflega mikill náttúruunnandi.
Jón hefur tekið allflestar myndirnar síðastliðin 10 til 15 ár og má geta þess að hann hefur unnið þær og prentað út alfarið sjálfur. Sýningin stendur yfir 2. -5. apríl

Mikill fjöldi ánægðra sýningargesta komu í Bláa húsið

Jón ásamt eiginkonu sinni Erlu Eymundsdóttur

Gestir komu víða að, hér eru þau sómahjón Hólfríður Sveinsdóttir og Hrafnkell Proppé

Rafn eða Rabbi í Gautum og Jón

Jón gaf sér góðan tíma til að spjalla við sýningargesti

Jón er sögumaður góður og hér er hann við eina af fyrstu myndunum

Jón með eiginkonu sinni Erlu og börnum, þeim Baldri, Þórgný og Helenu
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Björn Valdimarsson og Kristín Sigurjónsdóttir




Athugasemdir