Í TRÖLLA HÖNDUM
sksiglo.is | Almennt | 03.11.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 313 | Athugasemdir ( )
SÍMEY býður upp á vinnustofuna:
Í TRÖLLA HÖNDUM
Vinnustofa um handverk-hönnun og markaðssetningu í Dalvíkur- og Fjallabyggð.
Vinnustofan er byggð upp á fyrirlestrarformi, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum en
auk þessa halda þátttakendur verkdagbók á meðan námskeiði stendur.
Hvað er handverk?
• Hvernig nýti ég náttúruna í handverksvinnu og ferðaþjónustu?
• Sérstaða sveitarfélaganna.
• Markaðssetning og kynning á handverki.
• Vöruþróun.
• Aukið samstarf aðila á svæðinu sem sinna handverki og ferðaþjónustu.
Námskeiðið er 80 klst. kennt seinniparta og um helgar.
Námskeið hefst er næg þátttaka fæst.
Kynningarfundir:
8. nóvember kl.15 í námsverinu Dalvík
8. nóvember kl. 20 í Tjarnarborg
Skráning fer fram á www.simey.is eða í síma 460-5720
Athugasemdir