Íbúafjöldi Fjallabyggðar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru íbúar Fjallabyggðar í lok 2. ársfjórðungs samtals 2.040. Í lok 1. ársfjórðungs voru íbúarnir 2.020, þannig að þeim fjölgaði um 20 manns á öðrum ársfjórðungi.
Þetta hljóta að teljast ánægjulegar fréttir fyrir samfélagið, því oftar en ekki hafa tölur um þróunina verið í hina áttina, þ.e.a.s. að íbúum Fjallabyggðar hafi fækkað. Þann 1. desember 2010 voru íbúar Fjallabyggðar 2.037, þannig að frá þeim tíma má segja að fjöldinn hafi nánast staðið í stað. Hagstofan segir að í lok 2. ársfjórðungs hafi karlar í Fjallabyggð verið samtals 1.040 en konurnar 1.000. Íslenskir ríkisborgarar hafi verið 1.980 en erlendir ríkisborgarar 60.
Ólafsfjörður.
Texti: Aðsendur
Myndir: SK
Athugasemdir