Iðja handverk

Iðja handverk Iðjan með alveg ótrúlega flott handverk

Fréttir

Iðja handverk

Iðjan með alveg ótrúlega flott handverk.
 

Ég tók hann Ægi vin minn með mér einn rúnt í rigningunni um daginn sem er þó mjög sjaldséð en samt sem áður kærkomin þegar hún kemur hérna á Sigló.

Eftir að við vorum búnir að pylsa okkur upp á Bensísstöðinni og taka hádegisspjallið við þá Habbó og Pálmar Habbós sem voru að fá sér hamborgara áður en þeir fóru heim í mat, þá ákváðum við að kíkja í Iðjuna og skoða það sem verið er að framleiða þar. 

Við fengum að sjá handverkið sem verið er að vinna við og selja. Og ég get fullvissað ykkur um það að þarna eru á ferðinni algjörir listamenn þegar kemur að handverki. Alls konar smíðaðir gripi, alveg listilega smíðaðir, töskur, seríur, styttur, tréstyttur og svo miklu miklu meira. 

Þetta var nú alls ekki leiðinlegt og ég held að ég eigi eftir að versla einhverjar jólagjafirnar hjá Iðju. 

Svo var okkur auðvitað boðið í kaffi og Ægir var greinilega heimavanur því þegar ég skoðaði agndofa handverkið fór hann strax í kaffi og ég heyrði þegar hann sagði "bíddu? eru engar kökur?" 

Um leið og ég heyrði "Kökur" þá ákvað ég nú að kíkja líka í kaffi. 

Agnes sýndi okkur svo það sem hún var að gera á úskurðarnámskeiði sem hún sótti yfir Þjóðlagahátíðina. Smáatriðin voru öll eins og bezt verður á kosið hjá ústkurðarmeistara. .

Starfsmenn Iðjunar eru á þessum tímapunkti í sumarfríi og ætla starfsmenn að nýta sumarfríið vel, bæði í ferðalög og önnur áhugamál og koma eldhress og endurnærð til baka.

idjan

idjan

idjan

idjan

idjan

idjan

idjan

og svo miklu meira af myndum hér


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst