IMF lánar Íslendingum 2,1 milljarð dollara
Við þetta bætast svo lán upp á um það bil þrjá milljarða dollara frá Svíum, Dönum, Norðmönnum, Finnum,
Rússum, Pólverjum og Færeyingum. Þar með næst sú upphæð sem íslensk stjórnvöld telja að þurfi til að bregðast
við efnahagsvandanum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að fjármunirnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
verði notaðir til að styrkja krónuna og verður hún sett á flot um leilð og stuðningur við hana verður talinn nægilegur til þess.
Þess er að vænta, segir í tilkynningunni, að gjaldeyrisviðskipti færist þá fljótlega í eðlilegt horf og
milliríkjaviðskipti fari að ganga hnökralaust.
Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar afgreiðslu sjóðsins og segist afar þakklátur þeim þjóðum sem leggja okkur lið í
samstarfi við sjóðinn.
Vísir, 20. nóv. 2008 07:11
Athugasemdir