ÍNN sjónvarpið í Rauðku

ÍNN sjónvarpið í Rauðku Mikið var um að vera á Siglufirði í dag. Ingvi Hrafn sjónvarpsstjóri ÍNN var að taka viðtöl við Róbert Guðfinnsson og Finn

Fréttir

ÍNN sjónvarpið í Rauðku

Róbert, Finnur, og Ingvi Hrafn.
Róbert, Finnur, og Ingvi Hrafn.

Mikið var um að vera á Siglufirði í dag. Ingvi Hrafn sjónvarpsstjóri ÍNN var að taka viðtöl við Róbert Guðfinnsson og Finn Yngva Kristinsson um uppbyggingu og framtíðarhorfur Rauðku.



Steini Vigg fór á sjóstöng með nokkra áhugasama veiðimenn, þegar komið var í land var gert að aflanum og hann grillaður.











Sjóstangveiðimót hófst í dag. 46 keppendur á 12 bátum taka þátt í mótinu og í lok fyrri dagsins var veiði góð. Mikill fjöldi fólks var á bryggjunni til að fylgjast með komu bátanna.







Kiwanismenn og starfsmenn frá fiskmarkaði sem vikta og telja.



Harmonikkuspil og gítartónar hljómuðu um bryggjuna frá þeim félögum Sigurjóni Steinssyni og Ómari Haukssyni.





Kl. 16:00 las Örlygur Kristfinnsson upp úr bók sinni Svipmyndir úr síldarbæ í Ljóðasetri Íslands kafla um Stein Steinarr og segir frá veru Steins á Siglufirði.



Gestir á Ljóðasetrinu.



Gestir á Ljóðasetrinu.

Það má segja að sá fjöldi fólks sem í bænum er hafi fengið eitthvað við sitt hæfi.

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst