Jón Andrjes, Stebbi Fidda og gamla dótiđ
sksiglo.is | Almennt | 23.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 653 | Athugasemdir ( )
Ég kíkkaði niður í Olís búðina til þeirra Jóns
Andrjesar og Stebba Fidda og fékk að sjá gamla dótið sem Jón Andrjes hefur haldið til haga í fjölda mörg ár. Faðir Jóns
Andrjesar var líka mjög duglegur að passa upp á að gamla dótið sem allir voru hættir að nota væri haldið til haga.
Svo að sjálfsögðu er líka gaman að skoða þá félaga
Jón Andrjes og Stebba Fidda , en að skoða þá félaga er eiginlega alveg einstök upplifun og ég hvet alla til að fara og virða
þá fyrir sér stutta stund og jafnvel spjalla við þá líka, það er nefnilega bara alveg hin ágætasta skemmtun að spjalla við
þá um hitt og þetta. Stundum er meira að segja gaman að spjalla við þá um allt þetta sem er á milli himins og jarðar líka.
Þeir ættu eiginlega að vera á safni fyrir skemmtilega og hressa karaktera
strákarnir.
Jón Andrjes er fjórði ættliður sem sér um umboð
Olíuverslunar Íslands á Siglufirði. Fyrstur var lang afi hans Jón Jónsson, þá afi hans Andrés Hafliðason og svo faðir
Jóns Andrjesar, Hinrik Andrésson.
Jón er með alveg ótrúlega merkilega hluti sem flest allir eða jafnvel allir
tengjast Olíuverslun Íslands frá fyrri árum. Hvort sem það eru skilti, bækur, olíulampar, merki, plögg, kvekjarar og jafnvel gamlar
tóbaksdósir, olíusýni og olíusýna-glös og margt, margt fleira.
Ég mæli með því að þið kíkið reglulega á
þá félaga Jón Andrjes og Stebba Fidda niður í Olís búð, það er alveg á hreinu að þar er tekið sérstaklega
vel á móti mönnum.
Að sjálfsögðu fékk ég að taka nokkrar myndir til að sýna
ykkur sem eru hér fyrir neðan.









Athugasemdir