Jón Þorsteinn Reynisson fer hringinn?
sksiglo.is | Almennt | 02.05.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 282 | Athugasemdir ( )
Í maí 2012 ætlar Jón Þorsteinn að leggja upp í hringferð um landið og spila á
alls 17 stöðum á ferðalagi sínu. Ferðin mun hefjast 2. maí í Hofsósskirkju og
halda svo áfram austur á bóginn dagana þar á eftir.
Ferðin er farin að því tilefni að Jón er í haust að kveðja landið í bili en hann hefur framhaldsnám á harmoniku í Kaupmannahöfn nú í haust. Einnig er ferðin ætluð sem fjáröflun fyrir þá dvöl. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um tónleikastaði og tíma.

2. maí á Hofsósi í Hofsósskirkju kl. 20:00, 4. maí í Siglufjarðarkirkju kl. 20:00, 5. maí Menningarhúsið Hof - Hamrar kl. 14.00, 5. maí Laugar í Reykjadal Breiðumýri kl. 20:30, 6. maí Egilsstöðum Egilsstaðakirkja kl. 14:00, 6. maí Eskifirði Eskifjarðarkirkja kl. 17:00, 7. maí Höfn Hafnarkirkja kl. 20:00, 8. maí Vík í Mýrdal Víkurkirkja kl. 20:30, 9. maí Hella Safnaðarheimilið kl. 20:00, 10. maí Skálholt Skálholtsdómkirkja kl. 20:30, 11. maí Reykjanesbær Ytri-Njarðvíkurkirkja kl. 20:00, 12. maí Tónberg (Tónlistarskóli Akraness) kl. 17:00, 12. maí Reykjavík Fríkirkjan í Reykjavík kl. 20:00, 13. maí Borganes Borganeskirkja kl. 16:00, 13. maí Búðardalur Hjarðarholtskirkja kl 20:30, 14. maí Hvammstangi Hvammstangakirkja kl. 20:00, 15. maí Sauðárkrókur Frímúrarasalurinn kl. 20:00.

Jón Þorsteinn Reynisson harmonikuleikari
> http://www.jonthorsteinn.com/hringurinn.html
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir