Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins verður haldin föstudaginn 24. júní nk. Tónleikarnir "Á Frívaktinni -

Fréttir

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins

Jónsmessuhátíð mynd 2008
Jónsmessuhátíð mynd 2008

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins verður haldin föstudaginn 24. júní nk. Tónleikarnir "Á Frívaktinni - óskalagaþáttur sjómanna" fara fram í beinni útsendingu í Bátahúsinu kl. 20: Aðalsöngvarar kvöldsins eru að þessu sinni Helena Eyjólfsdóttir og Björn Jörundur.

Hljómsveitin Stúlli og stúararnir leikur undir. Ásamt Helenu og Birni Jörundi syngur sönghópurinn Gómar, sem samanstendur af Mundínu Bjarnadóttur, Birgi Ingimarssyni, Birni Sveinsyni, Friðfinni Haukssyni og Þórarni Hannessyni, sem þó verður fjarverandi á föstudag.

Hljómsveitina skipa: Sturlaugur Kristjánsson hljómborð, Ragnar Páll gítar og harmónika, Dúi Benediktsson trommur og söngur.

Í tengslum við tónleikana gefst gestum færi á að senda inn kveðjur sem lesnar verða með óskalögum. Kveðjurnar mega gjarnan vera í gamansömum tón. Vinsamlegast sendið kveðjur á netfangið: safn@sild.is fyrir fimmtudaginn 23. júní.

Forsala aðgöngumiða hefst þriðjudaginn 21. júní í Bátahúsinu.

Miðapantanir í síma: 467-1604

Aðgangseyrir 2500.- kr.

Texti og mynd: Aðsent.



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst