Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins
Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins verður haldin föstudaginn 24. júní nk. Tónleikarnir "Á Frívaktinni - óskalagaþáttur sjómanna" fara fram í beinni útsendingu í Bátahúsinu kl. 20: Aðalsöngvarar kvöldsins eru að þessu sinni Helena Eyjólfsdóttir og Björn Jörundur.
Hljómsveitina skipa: Sturlaugur Kristjánsson hljómborð, Ragnar Páll gítar og harmónika, Dúi Benediktsson trommur og söngur.
Í tengslum við tónleikana gefst gestum færi á að senda inn kveðjur sem lesnar verða með óskalögum. Kveðjurnar mega gjarnan vera í gamansömum tón. Vinsamlegast sendið kveðjur á netfangið: safn@sild.is fyrir fimmtudaginn 23. júní.
Forsala aðgöngumiða hefst þriðjudaginn 21. júní í Bátahúsinu.
Miðapantanir í síma: 467-1604
Aðgangseyrir 2500.- kr.
Texti og mynd: Aðsent.
Athugasemdir