Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnins 2012
Laugardaginn 23. júní nk. verður haldin árleg Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins. Að þessu sinni er hátíðin tileinkuð 100
ára sögu fiskimjöls- og lýsisiðnaðar í landinu.
Sýningin er hugsuð sem farandsýning sem mun á næstu misserum ferðast milli allra staða á landinu þar sem þessi iðnaður hefur komið við sögu. Hringferð sýningarinnar um landið gæti tekið allt að tvö til þrjú ár. Allir áhugamenn um sögu bræðsluiðnaðar í landinu eru hvattir til að mæta á málþingið.
Að kvöldi mun stórsveitin Hundur í óskilum skemmta gestum í Bátahúsinu. Tónleikar hjá Hundi í óskilum hafa oft minnt meira á sirkus eða uppistand en venjulega tónleika. Haugur af hljóðfærum, eldúsáhöldum og ýmis konar verkfærum og hjálpartækjum koma við sögu. Sveitin er skipuð þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen.
Frétt af heimasíðu Síldarminjasafnsins:
http://sild.is/is/news/jonsmessuhatid_sildarminjasafnsins_2012/
Athugasemdir