Kaffi með kvæðamönnum Rímu
sksiglo.is | Almennt | 23.11.2012 | 20:23 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 215 | Athugasemdir ( )
Kaffi með kvæðamönnum Rímu í Þjóðlagasetrinu kl. 15:30 sunnudaginn 25. nóvember
Allir velkomnir.
Kvæðamannafélagið Ríma kemur saman á hverjum sunnudagseftirmiðdegi, oftast í Þjóðlagasetrinu.
Næst komandi sunnudag kl. 15:30 langar okkur að bjóða hverjum sem vill að koma til okkar í Setrið.
Við munum kveða saman og fá okkur kaffi, pönnukökur og fleira góðgæti.
Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman
- kaffi - te - kakó -
- reykt - sætt - steikt -
- kvæðalög - tvísöngvar -
- fimmudalög - þjóðlög -
Falla tímans voldug verk
varla falleg baga
snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga
Allir velkomnir.
Kvæðamannafélagið Ríma kemur saman á hverjum sunnudagseftirmiðdegi, oftast í Þjóðlagasetrinu.
Næst komandi sunnudag kl. 15:30 langar okkur að bjóða hverjum sem vill að koma til okkar í Setrið.
Við munum kveða saman og fá okkur kaffi, pönnukökur og fleira góðgæti.
Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman
- kaffi - te - kakó -
- reykt - sætt - steikt -
- kvæðalög - tvísöngvar -
- fimmudalög - þjóðlög -
Falla tímans voldug verk
varla falleg baga
snjalla ríman stuðla sterk
stendur alla daga
Athugasemdir