Karlakór Siglufjarðar
sksiglo.is | Almennt | 09.10.2012 | 12:35 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 627 | Athugasemdir ( )
Nú líður að því að vetrarstarfið fari að hefjast hjá Karlakór Siglufjarðar.
Kórinn var stofnaður 1. janúar 2000 og hefur m.a. farið í fjölda tónleikaferða innan lands.
Farið var í mjög skemmtilega söngferð til Færeyja fyrir nokkru.
Kórinn hefur undanfarin ár staðið fyrir KKS Þorrablótinu sem hefur verið fjölsótt og heppnast vel.
Þótt kórinn heiti Karlakór Siglufjarðar, eru söngmenn frá Ólafsfirði og víðar velkomnir í kórinn.
Í tilkynningu frá stjórn kórsins segir:
Söngmenn Athugið!
Karlakór Siglufjarðar auglýsir eftir söngmönnum í allar raddir.
Er ekki tilvalið að rífa sig upp úr sófanum og taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi.
Áhugasamir endilega hafið samband
Við Ægi í síma 898 4310
Eða Ómar í síma 897 1935
Athugasemdir